top of page
Image by Tabea Schimpf

Landupplýsingalæsi

Námsefni fyrir grunnskóla

Námsefni í landupplýsingalæsi

Námsgögn á sviði landupplýsinga (LUK, e. GIS, Geographic Information Systems) er þverfaglegt svið sem nýtist jafnt í náttúrufræðikennslu, landafræði, sagnfræði, samfélagsfræði eða tungumálakennslu. Það má nýta á margan hátt og jafnframt fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika á ýmsum sviðum, aðstoða þau við framsetningu gagna á nýstárlegan hátt og hjálpar jafnframt kennurum að nýta landupplýsingar til myndrænnar og skapandi framsetningar á gögnum.

Markmið með útgáfu námsefnisins er tvíþætt; annars vegar að efla landupplýsingalæsi og gagnrýna hugsun barna, hæfni þeirra til að meta umhverfi sitt, landsvæði og ólík vistkerfi út frá landfræðilegum gögnum; hins vegar að efla kennara til að nýta sér fjölbreytilegar aðferðir við framsetningu námsefnis og gerð verkefna á grunni landupplýsinga og kortavinnu.

Verkefnin eru hönnuð fyrir unglingastig grunnskóla. Vefsíðan er opin öllum að undanskilinni verkefnasíðu sem er læst. Kennarar og leiðbeinendur geta skráð sig á síðuna með því að nota skólanetfang sitt við nýskráningu. 

Hafðu samband

Takk fyrir að hafa samband!

©2022 by landupplýsingalæsi. Proudly created with Wix.com

bottom of page